Sumarupplifun!
Sumrin eru uppfull af fjöri og flandri, leikjum og listum, sól og safaríkum ævintýrum. Á útilífsnámskeiðum skátanna gefst hressum krökkum tækifæri til þess að takast á við spennandi svaðilfarir, sigla á bátum, klifra og síga, fara í leiki og sund.