logo

Sumarupplifun!

Sumrin eru uppfull af fjöri og flandri, leikjum og listum, sól og safaríkum ævintýrum. Á útilífsnámskeiðum skátanna gefst hressum krökkum tækifæri til þess að takast á við spennandi svaðilfarir, sigla á bátum, klifra og síga, fara í leiki og sund.

Töfraheimur

Náttúran í allri sinni dýrð er einn stór leikvöllur á útilífsnámskeiðum skátanna. Krakkarnir stunda spennandi útivist, kynnast þeim möguleikum sem náttúran býður upp á innan og utan bæjarmarka og nota lífríkið allt til sköpunar og skemmtunar.

Skráning er hafin!

Útilífsnámskeið skátanna eru frábær afþreying fyrir börn á grunnskólaaldri. Aldursbil og dagskrá eru mismunandi á hverjum stað fyrir sig en á þessarri síðu getur þú fengið upplýsingar um öll námskeið á vegum skátanna sem boðið er upp á í sumar.

Faglegir foringjar

Börnin eru hvött til sjálfstæðis og frumkvæðis en reyndur skátaforingi er aldrei langt undan. Allir leiðbeinendur á útilífsnámskeiðum skátanna fara á námskeið í skyndihjálp, barnavernd og slysavörnum.

Allir skólar